Ef eitthvað fínt stendur til, þá er þessi tilvalin. Fljótleg og auðveld. (Fyrir 4)
Innihald:
- 4 stk. Entre cote-steikur (nautafille með fitu)
- Salt og pipar
Rauðvínssósa
6 stk |
Skalottlaukar |
250 g |
Sveppir |
2 dl |
Rauðvín |
30 g |
Smjör
|
2-3 dl |
Dökkt kjötsoð (vatn + kjötkraftur) |
Aðferð:
-
Steikið fínhakkaðan laukinn og fjórðung af sveppunum.
-
Bætið við rauðvíni. Sjóðið niður um uþb. helming og bætið þá við kjötsoðinu. Látið suðuna koma upp og hrærið smjörinu saman við.
-
Brúnið steikurnar á báðum hliðum á vel heitri pönnu. Lækkið hitann og steikið steikurnar að eigin smekk.
-
Kryddið með salti og pipar.
-
Ristið sveppina á þurri pönnu þar til þeir verða gyltir. Stráið smá salti yfir þá.
Verði ykkur að góðu!
Frekari upplýsingar: