Heiðakryddaða lambalærið er einstaklega auðvelt að elda. Hérna er ein einföld og skemmtileg uppskrift af lærinu með einiberjasósu.
1 stk Heiðalambalæri frá Kjarnafæði
Heiðakryddaða lambalærið skal steikja í uþb. 40-45 mín fyrir hvert kg. Einnig er gott að grilla lærið og hafa þá sömu þumalputtareglu þegar kemur að eldunartíma. Við mælum samt alltaf með að hafa hitamæli við hendina þegar elda skal læri, sérstaklega í fyrstu skiptin. Gott er að miða við að lærið sé á milli 62-70 c í kjarnhita og leyfa því að hvíla í að minnsta kosti 15 mínútur eftir eldun.
Einiberjasósa:
6 dl. kjötsoð (soð úr skúffunni, vatn og kjötkraftur)
5-6 einiber
1 tsk steinselja
2 dl rjómi
1 msk hunang
Salt og pipar
Setjið kjötsoð, einiber og steinselju saman í pott og sjóðið í 7-8 mín. Bætið í rjóma og hunangi og bragðbætið með salt og pipar. Þykkið sósuna með sósujafnara eða hveitibollu eftir þörf.
Gott er að bera þetta fram með smjörsteiktum grilluðum kartöflum og grænmeti.
Verði ykkur að góðu!
Frekari upplýsingar: