Bratwurste pylsur með kartöflusalati.

Þýsku Bratwurst pylsurnar bragðast einstaklega vel með kartöflusalati.Guðrún Jóhannsdóttir sendi þessa ljúffengu uppskrift inn.Fyrir 2

Þýsku Bratwurst pylsurnar bragðast einstaklega vel með kartöflusalati.
Guðrún Jóhannsdóttir sendi þessa ljúffengu uppskrift inn.
Fyrir 2

3-4 stk  Bratwurstpylsur 

 

Kartöflusalat

6-8 stk  Kartöflur, hráar (magn eftir stærð) 
4-5 cm biti 

Púrrulaukur 

1 msk  Kapers 
1 tsk  Fransk sinnep 
2 msk  (Ólífu)olía 
2 msk  Hvítvínsedik 

Salt og pipar 

  1. Kartöflurnar afhýddar og skornar í teninga.   Soðnar þar til þær eru mjúkar eða í um það bil 8 mínútur - eiga ekki að sjóða í mauk.  Betra að setja smávegis salt í soðvatnið.
  2. Pylsurnar steiktar eða grillaðar á meðan.
  3. Soðinu hellt af kartöflunum og mesti rakinn látinn gufa upp af þeim.
  4. Púrrulaukurinn saxaður mjög smátt.
  5. Olían, edikið, sinnepið, salt og pipar hrært eða þeytt vel saman.
  6. Kartöfluteningunum, söxuðum púrrulauknum og kapersnum blandað í skál og leginum úr olíunni, edikinu og sinnepinu hellt þar yfir.
  7. Bragðbætt með meira sinnepi, ediki, salti eða pipar ef þess þarf.

"Mér finnst upplagt að breyta öðru hvoru svolítið til og nota til dæmis graslauk eða jafnvel ferskar kryddjurtir í staðinn fyrir púrruna (eigi maður hana ekki til) og í staðinn fyrir kapers má nota til dæmis smátt saxað sýrt gærnmeti,  relish eða einhverns konar “pickles” sem fólki líkar bragðið af - eða jafnvel saxað ferskt grænmeti". Guðrún 

Verði ykkur að góðu!


Frekari upplýsingar: