Bláber með rjóma Lagskipt , kex, rjómi og bláber

Bláber með rjóma Lagskipt , kex, rjómi og bláber
Bláber með rjóma Lagskipt , kex, rjómi og bláber
Takið 4-6 glös eða sultukrukkur og setjið 3 tsk. af bláberjamauki á botninn á hverju glasi; notið teskeið með löngu skafti. ( bláberja mauk er hægt að gera með ögn af sítrónusafam bláberjum og smá hrásykri ef berin eru súr)

Innihald:

  • 200g bláber (sítrónusafim hrásykur)
  • 1 dall marscapone ostur
  • 1 pelli þeyttur rjómi ( eða þeytirjómi)
  • nokkur súkkulaði kex
  • 1stk safi og börkur af sítrónu

Aðferð:

Takið 4-6 glös eða sultukrukkur og setjið 3 tsk. af bláberjamauki á botninn á hverju
glasi; notið teskeið með löngu skafti. ( bláberja mauk er hægt að gera með ögn af
sítrónusafam bláberjum og smá hrásykri ef berin eru súr).

Setjið marscapone ostinn í sprautupoka með löngum stút og sprautið svolitlu af
kreminu í hvert glas.

Setjið 3 tsk. af nammi kurli eða súkkulaði kúlum ofan á marscaponeostinn og
sprautið síðan öðru lagi af þeyttum rjóma ofan á.

Skreytið glösin með muldu kexi, sítrónubörk og berjum . Raðið glösunum á bakka
og kælið þar til á að nota eftirréttinn.


Verði ykkur að góðu!