Bigos er frægur pólskur réttur (oft nefndur þjóðarréttur Pólverja) sem algengt er að bera fram á annan í jólum og hérna fylgir ein uppskrift af honum.
Bigos er frægur pólskur réttur (oft nefndur þjóðarréttur Pólverja) sem algengt er að bera fram á annan í
jólum og hérna fylgir ein uppskrift af honum.
1/2 kg hvítkál
1/2 kg súrkál
500 g svínakjöt (td. gúllas)
250 g
pólskar pylsur, skornar í bita
250 g beikon(kurl)
50 g sveppir
50 g laukur
1 stk
lárviðarlauf
Salt, svartur pipar
-
Saxið kálið og setjið í pott ásamt skvettu af vatni, salt, pipar og lárviðarlaufi og sjóðið þar til
það er orðið mjúkt (uþb. 2 tíma).
-
Steikið beikonið á pönnu.
-
Bætið svínakjöti, pylsum, sveppum og lauk út á og steikið áfram þar til kjötið hefur tekið
lit.
-
Blandið kjötinu saman við kálið og látið malla um stund eða þar til vökvinn er horfinn.
-
Bigos er borið fram með soðnum kartöflum og rúgbrauði.
Það er mjög gott að geyma Bigos afganga og mörgum þykir rétturinn betri upphitaður en nýr.
Verði ykkur að góðu!
Frekari upplýsingar: